Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   mið 13. ágúst 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Morata loksins kominn til Como (Staðfest)
Mynd: Como
Spænski framherjinn Alvaro Morata hefur loksins fengið félagaskipti sín til Como í gegn, tveimur mánuðum eftir að hafa náð samkomulagi við félagið.

Morata kemur til Como frá Milan en hann verður á láni út tímabilið og verða skiptin gerð varanleg í lok leiktíðar.

Como náði samkomulagi við Morata í júní en það tafðist fyrir skiptunum.

Spánverjinn var á láni hjá Galatasaray á síðustu leiktíð og var það tyrkneska félagið sem tafði skiptin þar sem það vildi fá endurgreitt fyrir lánsdvöl hans.

Milan og Galatasaray náðu á endanum samkomulagi um 5 milljóna evra endurgreiðslu og er framherjinn nú loksins mættur til Como.

Stór félagaskipti hjá Como sem hafnaði í 10. sæti A-deildarinnar á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner