Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
Jóhann Kristinn: Yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig
Einar Guðna: Þetta var flottur leikur
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Nik Chamberlain: Þetta var geggjaður leikur
Guðni Eiríks: Það er eitthvað í blóðinu hjá Hemma og Rögnu Lóu
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
   þri 12. ágúst 2025 21:54
Alexander Tonini
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Kvenaboltinn
Thelma Lóa Hermansdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum.
Thelma Lóa Hermansdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Lóa Hermansdóttir var allt í öllu þegar FH sigraði Þór/KA 5-3 í sannkölluðum markaleik. Hún skoraði þrennu og átti eina stoðsendingu.

„Ég er mjög stolt að við náðum að koma til baka eftir að við höfðum fengið þrjú mörk á okkur", sagði Thelma Lóa um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

FH liðið hefur verið með eina bestu vörnina í deildinni og höfðu einungis fengið á sig 12 mörk í 12 leikjum fyrir þessa umferð. Því telst það saga til næsta bæjar þegar liðið fær á sig þrjú mörk í einum hálfleik.

„Við vorum bara ekki að ná að fylgjum mönnum í föstum leikatriðum. Okkur var sagt að fækka aukaspyrnum og svo vorum við duglegar að fylgja mönnum"

Lestu um leikinn: FH 5 -  3 Þór/KA

En hefur Thelma Lóa einhvern tímann skorað þrennu áður, jafnvel í yngri flokkkum?

„Nei, en þegar ég var úti í háskóla þá skoraði ég þrennu"

Thelma Lóa fékk að líta gula spjaldið á 78. mínútu leiks en kom greinilega af fjöllum þegar blaðamaður spurðu hana út í gula spjaldið

„HA, fékk ég gult, nei það var ekki ég", sagði Thelma Lóa en við nánari skoðun á KSÍ skýrslu eftir leik er það hér með staðfest að hún fékk gult spjald á 78. mínútu leiks.

Hvernig er að taka við keflinu af litlu systur sem spilaði með FH fyrir hlé, en Thelma kom í glugganum og þær systur spiluðu ekki saman fyrir FH á þessu tímabili

„Það er bara skipting", sagði Thelma á léttu nótunum í lokin

Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner