Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   þri 12. ágúst 2025 21:54
Alexander Tonini
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Kvenaboltinn
Thelma Lóa Hermansdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum.
Thelma Lóa Hermansdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Lóa Hermansdóttir var allt í öllu þegar FH sigraði Þór/KA 5-3 í sannkölluðum markaleik. Hún skoraði þrennu og átti eina stoðsendingu.

„Ég er mjög stolt að við náðum að koma til baka eftir að við höfðum fengið þrjú mörk á okkur", sagði Thelma Lóa um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

FH liðið hefur verið með eina bestu vörnina í deildinni og höfðu einungis fengið á sig 12 mörk í 12 leikjum fyrir þessa umferð. Því telst það saga til næsta bæjar þegar liðið fær á sig þrjú mörk í einum hálfleik.

„Við vorum bara ekki að ná að fylgjum mönnum í föstum leikatriðum. Okkur var sagt að fækka aukaspyrnum og svo vorum við duglegar að fylgja mönnum"

Lestu um leikinn: FH 5 -  3 Þór/KA

En hefur Thelma Lóa einhvern tímann skorað þrennu áður, jafnvel í yngri flokkkum?

„Nei, en þegar ég var úti í háskóla þá skoraði ég þrennu"

Thelma Lóa fékk að líta gula spjaldið á 78. mínútu leiks en kom greinilega af fjöllum þegar blaðamaður spurðu hana út í gula spjaldið

„HA, fékk ég gult, nei það var ekki ég", sagði Thelma Lóa en við nánari skoðun á KSÍ skýrslu eftir leik er það hér með staðfest að hún fékk gult spjald á 78. mínútu leiks.

Hvernig er að taka við keflinu af litlu systur sem spilaði með FH fyrir hlé, en Thelma kom í glugganum og þær systur spiluðu ekki saman fyrir FH á þessu tímabili

„Það er bara skipting", sagði Thelma á léttu nótunum í lokin

Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner