
Thelma Lóa Hermansdóttir var allt í öllu þegar FH sigraði Þór/KA 5-3 í sannkölluðum markaleik. Hún skoraði þrennu og átti eina stoðsendingu.
„Ég er mjög stolt að við náðum að koma til baka eftir að við höfðum fengið þrjú mörk á okkur", sagði Thelma Lóa um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.
FH liðið hefur verið með eina bestu vörnina í deildinni og höfðu einungis fengið á sig 12 mörk í 12 leikjum fyrir þessa umferð. Því telst það saga til næsta bæjar þegar liðið fær á sig þrjú mörk í einum hálfleik.
„Við vorum bara ekki að ná að fylgjum mönnum í föstum leikatriðum. Okkur var sagt að fækka aukaspyrnum og svo vorum við duglegar að fylgja mönnum"
„Ég er mjög stolt að við náðum að koma til baka eftir að við höfðum fengið þrjú mörk á okkur", sagði Thelma Lóa um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.
FH liðið hefur verið með eina bestu vörnina í deildinni og höfðu einungis fengið á sig 12 mörk í 12 leikjum fyrir þessa umferð. Því telst það saga til næsta bæjar þegar liðið fær á sig þrjú mörk í einum hálfleik.
„Við vorum bara ekki að ná að fylgjum mönnum í föstum leikatriðum. Okkur var sagt að fækka aukaspyrnum og svo vorum við duglegar að fylgja mönnum"
Lestu um leikinn: FH 5 - 3 Þór/KA
En hefur Thelma Lóa einhvern tímann skorað þrennu áður, jafnvel í yngri flokkkum?
„Nei, en þegar ég var úti í háskóla þá skoraði ég þrennu"
Thelma Lóa fékk að líta gula spjaldið á 78. mínútu leiks en kom greinilega af fjöllum þegar blaðamaður spurðu hana út í gula spjaldið
„HA, fékk ég gult, nei það var ekki ég", sagði Thelma Lóa en við nánari skoðun á KSÍ skýrslu eftir leik er það hér með staðfest að hún fékk gult spjald á 78. mínútu leiks.
Hvernig er að taka við keflinu af litlu systur sem spilaði með FH fyrir hlé, en Thelma kom í glugganum og þær systur spiluðu ekki saman fyrir FH á þessu tímabili
„Það er bara skipting", sagði Thelma á léttu nótunum í lokin
Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir