Ítalski varnarmaðurinn Giovanni Leoni er mættur út á flugvöll og er að fara að fljúga yfir til Liverpool í dag.
Fréttamaðurinn Gianluca Di Marzio birtir af honum myndband í morgunsárið þar sem hann er mættur út á flugvöll með ferðatöskur.
Fréttamaðurinn Gianluca Di Marzio birtir af honum myndband í morgunsárið þar sem hann er mættur út á flugvöll með ferðatöskur.
Liverpool hefur komist að samkomulagi við Parma um þennan 18 ára gamla miðvörð. Kaupverðið er 35 milljónir evra og mun Parma fá hluta af næstu sölu líka.
Leoni er 18 ára og er talinn einn allra efnilegasti miðvörður Evrópu. Hann spilaði 17 deildarleiki með Parma í Seríu A á síðustu leiktíð, sem var hans fyrsta tímabil með liðinu.
Liverpool vonast líka til að kaupa Marc Guehi frá Crystal Palace á næstu dögum.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið.
?? Giovanni Leoni on his way to Liverpool!
— Anfield Sector (@AnfieldSector) August 14, 2025
[@DiMarzio] pic.twitter.com/wGd3pIH5NL
Athugasemdir