Sóknarmaðurinn Marcus Rashford hefur gagnrýnt stefnu Manchester United og segir það í „einskismannslandi". Hann segir stefnuleysi hafa skaðað félagið síðan Sir Alex Ferguson lét af störfum.
Rashford gekk í sumar í raðir Barcelona á eins árs lánssamningi frá uppeldisfélagi sínu, Manchester United.
Rashford gekk í sumar í raðir Barcelona á eins árs lánssamningi frá uppeldisfélagi sínu, Manchester United.
Hann segir að félagið hafi ekki hafið raunverulega uppbyggingu
„Þegar Ferguson var við stjórnvölinn voru ekki aðeins til meginreglur fyrir aðalliðið heldur fyrir alla akademíuna. Það var hægt að kalla inn 15 ára leikmann og hann vissi gildi félagsins og hvað það þýddi að spila fyrir Manchester United,“ segir Rashford í nýju viðtali við Gary Lineker.
„Ef þú ert alltaf að skipta um stefnu getur þú ekki búist við því að vinna titla. Það er búið að vera að tala um uppbyggingu í mörg ár en hún hefur í raun aldrei hafist. Þegar Liverpool fór í þetta þá fékk félagið Jurgen Klopp og stóð með honum. Til að hefja uppbyggingu þarftu að gera áætlun og standa með henni."
„Við höfum haft svo marga ólíka stjóra með ólíka hugmyndafræði og áætlanir. Þú endar bara í 'einskismannslandi' þannig. Það er sárt að horfa upp á stöðuna hjá United, ekki bara sem leikmaður heldur líka stuðningsmaður."
Athugasemdir