Það eru gríðarlega spennandi leikir á dagskrá í evrópska fótboltanum í dag þar sem félög víðsvegar úr álfunni mætast í forkeppnum fyrir Evrópukeppnir.
Gríðarlega mikið er undir hjá Breiðabliki og Víkingi R. þar sem þau eiga enn tækifæri til að tryggja sér þátttöku í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Blikar eru sérstaklega nálægt því og taka á móti Zrinjski Mostar frá Bosníu eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Þetta er í annað sinn á þremur tímabilum sem liðin mætast í forkeppni og rústaði Zrinjski einvíginu síðast þökk sé 6-2 sigri heima í Bosníu.
Það er ljóst að Blikar þurfa að vera upp á sitt besta til að komast áfram í næstu umferð. Sigur gegn Zrinjski myndi tryggja Blikum úrslitaleik gegn Kolbeini Birgi Finnssyni og félögum í FC Utrecht. Sigur í þeim leik kæmi Breiðabliki í deildarkeppni Evrópudeildarinnar, á meðan tap í þeim leik myndi fara með liðið beint niður í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Víkingar eru ekki í jafn góðri stöðu en þeir eiga leik á útivelli gegn Bröndby, eftir að hafa sigrað fyrri leikinn afar óvænt 3-0 í Víkinni.
Bröndby er sterkt lið sem er gætt miklum gæðum og verður áhugavert að fylgjast með hvort Dönunum takist að snúa stöðunni sér í hag.
Ef Víkingur tapar nógu stórt gegn Bröndby fellur liðið úr keppni í Evrópu að sinni.
Til að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar þurfa Víkingar að slá danska stórveldið Bröndby úr leik og leggja svo franska félagið Strasbourg að velli í úrslitaleik.
Að lokum eru einhver Íslendingalið sem mæta til leiks í dag. Midtjylland spilar við Fredrikstad á meðan lærlingar Freys Alexanderssonar í liði Brann taka á móti Häcken frá Svíþjóð eftir að hafa sigrað fyrri leikinn á útivelli.
FC Noah mætir Lincoln Red Imps frá Gíbraltar á meðan Panathinaikos heimsækir Shakhtar Donetsk.
Evrópudeildin
15:00 KuPS - Rigas FS
16:00 Midtjylland - Fredrikstad
17:00 Brann - Häcken
17:00 Noah - Lincoln
17:00 Wolfsberger AC - PAOK
17:30 Breiðablik - Zrinjski (Kópavogsvöllur)
18:00 Drita FC - Steaua
18:00 Maccabi Tel Aviv - Hamrun Spartans
18:00 Shakhtar - Panathinaikos
18:00 Utrecht - Servette
18:30 Braga - Cluj
19:00 Legia - AEK Larnaca
Sambandsdeildin
14:00 Astana - Lausanne
16:00 Ararat-Armenia - Sparta Prag
16:00 Sabah FK - Levski
16:30 Levadia T - Differdange
17:00 Gyor - AIK
17:00 Hammarby - Rosenborg
17:00 Omonia - Araz
17:00 Paks - Polessya
17:00 Sheriff - Anderlecht
17:30 Arda Kardzhali - Kauno Zalgiris
17:30 Beitar Jerusalem - Riga
17:30 Brondby - Vikingur R.
17:30 Vaduz - AZ
18:00 AEK - Aris Limassol
18:00 Besiktas - St Patricks
18:00 Celje - Lugano
18:00 Maccabi Haifa - Rakow
18:00 Neman - KÍ Klaksvík
18:15 Jagiellonia - Silkeborg
18:30 Spartak Trnava - Universitatea Craiova
18:45 Dinamo Tirana - Hajduk Split
18:45 Dundee United - Rapid
18:45 Linfield FC - LIF Vikingur
19:00 Austria V - Ostrava
19:00 Egnatia R - Olimpija
19:00 Hibernian - Partizan
19:00 Santa Clara - Larne FC
19:00 Shamrock - Ballkani
19:00 Virtus - Milsami
Athugasemdir