Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   fim 14. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arijanet Muric farinn til Ítalíu (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Markvörðurinn Arijanet Muric er kominn til ítalska félagsins Sassuolo á lánssamningi með kaupmöguleika.

Ipswich Town samþykkti að lána Muric út og mun ítalska félagið greiða um 1-2 milljónir evra fyrir lánssamninginn. Það fylgir kaupmöguleiki með sem hljóðar upp á 10 milljónir til viðbótar.

Muric er 26 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður landsliðs Kósovó í sex ár. Hann ólst upp hjá Manchester City og var seldur til Burnley sumarið 2022.

Hann var aðalmarkvörður Burnley þegar liðið fór upp í ensku úrvalsdeildina 2023-24 en missti svo byrjunarliðssætið sitt til James Trafford, sem var einnig keyptur til Burnley úr röðum Man City.

Muric var keyptur til Ipswich í fyrrasumar og var aðalmarkvörður á fyrri hluta leiktíðarinnar í úrvalsdeildinni. Hann missti byrjunarliðssætið sitt í byrjun febrúar þegar Alex Palmer var keyptur til félagsins.

Muric er áttundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Sassuolo í sumar.


Athugasemdir
banner