Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Betis á erfitt með að ná samkomulagi við United
Mynd: EPA
Real Betis er að reyna finna leið til að fá Antony aftur til sín frá Manchester United. Brasilíski kantmaðurinn lék virkilega vel með Betis seinni hluta tímabilsins en þá var hann á láni frá United.

Betis á í erfiðleikum með að ná samkomulagi við United um Antony. Brasilíski landsliðsmaðurinn vill fara en félögin þurfa að ná samkomulagi sín á milli.

Umboðsmaður Antony hefur ekki útilokað það að hann fari til Sádi-Arabíu. Hann hefur verið orðaður við Ítalíu, Þýskaland og Sádi en hefur hafnað tilboðum þaðan til þessa þar sem hann vill fara til Betis.

Antony er ekki í plönum Ruben Amorim og Antony þarf að finna sér nýtt félag.
Enski boltinn - Án ofdekraðra aumingja aftur í Meistaradeildina
Athugasemdir
banner
banner