Halldór Árnason hefur framlengt samning sinn við Breiðablik og er nú samningsbundinn til ársins 2028.
Hann er á sínu öðru tímabili sem þjálfari Breiðabliks, stýrði Blikum til Íslandsmeistaratitils á síðasta tímabili. Hann tók við sem þjálfari liðsins haustið 2023, hafði verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem var látinn fara.
Hann er á sínu öðru tímabili sem þjálfari Breiðabliks, stýrði Blikum til Íslandsmeistaratitils á síðasta tímabili. Hann tók við sem þjálfari liðsins haustið 2023, hafði verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem var látinn fara.
Dóri getur stýrt Blikum í deildarkeppni í Evrópu í kvöld með því að leggja Zrinjski að velli í forkeppni Evrópudeildairnnar. Sá leikur hefst klukkan 17:30 og fer fram á Kópabosvelli.
Úr tilkynningu Breiðabliks
Það er mikil ánægja og gleði með störf hans og þann metnað sem Halldór hefur fyrir meistaraflokki karla og félaginu í heild sinni.
Að tryggja áframhaldandi störf hans hjá Breiðabliki er mikilvægur hluti af áframhaldandi framgangi og uppbyggingu Knattspyrnudeildar Breiðabliks.
„Í Breiðabliki er mikill metnaður til að ná góðum árangri sérhvert ár en um leið er liðið byggt upp og mannað að stórum hluta á uppöldum leikmönnum. Þessi blanda gerir verkefnið ótrúlega spennandi og ég er þakklátur fyrir traustið sem Breiðablik sýnir mér með þessari framlengingu. Félagið hefur byggt upp einstakan og metnaðarfullan kúltur og ég hlakka til að halda áfram á þeirri braut á næstu árum,” segir Halldór Árnason í tilefni af framlengingunni.
Athugasemdir