Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mið 13. ágúst 2025 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Indriði Áki til ÍBV (Staðfest) - Sonur þjálfarans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV er búið að krækja sér í Indriða Áka Þorláksson sem flytur til Vestmannaeyja eftir að hafa síðast leikið með Njarðvík í Lengjudeildinni í fyrra.

Indriði Áki er fæddur 1995 og hefur á undanförnum árum leikið með ÍA og Fram, auk Njarðvíkur.

Hann býr yfir mikilli reynslu úr efstu deildum íslenska boltans þar sem hann er með 136 leiki að baki í Lengjudeildinni og 58 leiki í Bestu.

Indriði er sonur Þorláks Más Árnasonar, þjálfara ÍBV, en hefur ekki spilað fótbolta síðan í fyrrasumar. Hann lék ekkert fyrri part síðasta sumars eftir að hafa lagt skóna á hilluna en hætti svo við og tók slaginn með Njarðvíkingum fyrir seinni hluta leiktíðarinnar.

ÍBV er í fallbaráttu í Bestu deildinni og er Indriði fenginn til að auka breiddina í hópnum fyrir mikilvægasta kaflann.

Eyjamenn eru fjórum stigum frá sæti í efri hluta deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru í tvískiptingu. Þeir eru einu stigi fyrir ofan fallsæti, með 21 stig eftir 18 umferðir.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir