Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Vlachodimos til Sevilla (Staðfest)
Mynd: Sevilla
Gríski markvörðurinn Odysseas Vlachodimos er mættur til Sevilla á láni frá Newcastle United út tímabilið.

Vlachodimos er 31 árs gamall og spilað á Englandi síðustu tvö tímabil.

Hann lék með Nottingham Forest tímabilið 2023-2024 áður en hann fór til Newcastle árið eftir.

Hjá Newcastle var hann í hlutverki þriðja markvarðar og spilaði aðeins einn leik allt tímabilið, en hann er nú farinn til spænska félagsins Sevilla á láni út tímabilið.

Vlachodimos er fæddur í Þýskalandi og hóf feril sinn hjá Stuttgart, ásamt því að vera í öllum yngri landsliðum Þjóðverja áður en hann ákvað að skipta yfir í gríska landsliðið þar sem báðir foreldrar hans eru grískir.

Hann á 48 A-landsleiki með Grikkjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner