
Félagaskiptaglugginn lokaði á Íslandi í gær en Dagný Brynjarsdóttir samdi ekki við félag á Íslandi.
Hún hafði verið orðuð við Þrótt og Val en bæði þessi félög sýndu henni áhuga.
Hún hafði verið orðuð við Þrótt og Val en bæði þessi félög sýndu henni áhuga.
Hún mun hins vegar ekki spila á Íslandi á næstunni en hún er án félags þessa stundina eftir að hafa yfirgefið West Ham.
Dagný bauðst að leika áfram með West Ham en ákvað að endursemja ekki við félagið.
Hin 33 ára gamla Dagný var í fjögur og hálft ár hjá West Ham og spilaði 87 leiki fyrir félagið sem hún studdi í æsku.
Það verður fróðlegt að sjá hvert næsta skref Dagnýjar verður en hún mun ekki spila á Íslandi síðasta hluta tímabilsins.
Athugasemdir