Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Dómaramyndavélar á völdum leikjum um helgina
Slavko Vincic með dómaramyndavélina á HM félagsliða.
Slavko Vincic með dómaramyndavélina á HM félagsliða.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin mun gera tilraunir með dómaramyndavélar á völdum leikjum í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Áætlað er að myndavélarnar verði svo fastur liður í sjónvarpsútsendingum frá deildinni.

Félögin eru búin að gefa grænt ljós á að taka upp myndavélarnar og sjónvarpsrétthafarnir Sky Sports og TNT Sports fagna þessari viðbót.

Þeir lesendur sem horfðu á HM félagsliða kannast við dómaramyndavélarnar. Lítil myndavél er staðsett við annað eyra dómarans og geta sjónvarpsáhorfendur séð atvik frá hans sjónarhorni.

Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir að notkunin á þessum myndavélum hafi heppnast fram úr væntingum.


Athugasemdir
banner
banner