Heimild: Guardian
Enska úrvalsdeildin mun gera tilraunir með dómaramyndavélar á völdum leikjum í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Áætlað er að myndavélarnar verði svo fastur liður í sjónvarpsútsendingum frá deildinni.
Félögin eru búin að gefa grænt ljós á að taka upp myndavélarnar og sjónvarpsrétthafarnir Sky Sports og TNT Sports fagna þessari viðbót.
Félögin eru búin að gefa grænt ljós á að taka upp myndavélarnar og sjónvarpsrétthafarnir Sky Sports og TNT Sports fagna þessari viðbót.
Þeir lesendur sem horfðu á HM félagsliða kannast við dómaramyndavélarnar. Lítil myndavél er staðsett við annað eyra dómarans og geta sjónvarpsáhorfendur séð atvik frá hans sjónarhorni.
Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir að notkunin á þessum myndavélum hafi heppnast fram úr væntingum.
I don’t care what anyone says the ‘Ref Cam’ at the CWC is absolutely amazing.
— herculez gomez (@herculezg) June 16, 2025
Game changer.
pic.twitter.com/Li39Mz82u0
Athugasemdir