Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
Jóhann Kristinn: Yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig
Einar Guðna: Þetta var flottur leikur
   mið 13. ágúst 2025 20:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörmungar Fylkis halda áfram en liðið tapaði 1-0 gegn Leikni í Lengjudeildinni í kvöld og eru Árbæingar nú í neðsta sæti deildarinnar. Leiknismenn skoruðu sigurmarkið með flautumarki í blálokin.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Fylkir

„Þetta er eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur og aftur. Svona er þetta búið að vera," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Fylkis, hundsvekktur eftir leikinn. Hann vitnaði í hina frábæru kvikmynd með Bill Murray sem upplifði alltaf sama daginn aftur og aftur.

„Við vorum með mikla stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og komum okkur í margar góðar stöður í seinni hálfleik. Svo fannst mér Leiknismenn frískari fyrstu 20-30 mínúturnar í seinni án þess að vera skapa sér. Síðasta korterið fáum við góða sénsa til að klára þetta en gerum það ekki."

„Það er erfitt að kyngja þessu en þetta hefur því miður verið sagan hjá Fylki í sumar. Við ætlum að snúa þessu við í þessum fimm síðustu leikjum."

Hefur þetta verið erfiðara verkefni en þú bjóst við þegar þú tókst við liðinu?

„Ég viðurkenni það, ég ætla ekki að ljúga. Ég átti von á því að við gætum gert betur. En þetta er aðeins meiri vinna en ég átti von á. Það er mjög auðvelt að fara að vorkenna sjálfum sér þegar ekkert gengur upp en það hjálpar ekkert. Það er bara æfing á morgun og leikur á sunnudag þar sem við verðum að taka þrjú stig. Ég hef trú á hópnum."

Sjáðu viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner