Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
   mið 13. ágúst 2025 21:21
Þorsteinn Haukur Harðarson
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

"Maður ímyndaði sér þetta alltaf og dreymdi um þessa byrjun að koma heim í sinn klúbb. Ég gæti ekki verið sáttari með daginn," sagði Jón Daði Böðvarsson sem bæði skoraði og lagði upp mark í 3-0 sigri gegn HK en leikurinn var hans fyrsti á Selfossvelli í einhver 13 ár.


Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  0 HK

"Þetta var frábær sigur og strákarnir voru geggjaðir í dag."

Mark Jóns kom úr vítaspyrnu. Voru taugarnar þandar svona í ljósi þess að hann var að spila sinn fyrsta leik lengi á Selfossvelli? "Mér leið bara vel á punktinum. Ég var einhvernnveginn aldrei í efa um að ég myndi skora."

Næst ræddum við um spilamennsku liðsins. "Það voru allir frábærir í dag, hlupu fyrir hvorn annan og vörðumst vel. Við vorum agaðir í varnarleiknum og höldum hreinu. Það er svolítið síðan við héldum hreinu. Við vorum í þessu saman og það er það sem þarf," segir Jón og bætir við.

"Þetta er mjög jákvætt. Við þurfum að byggja á þessa frammistöðu og ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum í dag þá eru okkur allir vegir færir."

Jón hefur aðeins verið að glíma mið meiðsli eftir heimkomuna og ekki náð að byrja leik ennþá. Hvernig er staðan á honum? "Hún er allt í lagi. Smá meiðsli ennþá. Ég er bara á verkjalyfjum og aðeins að bíta á jaxlinn. Það er svo stutt eftir af mótinu að þetta verður bara skoðað betur eftir tímabil. Þangað til er það bara mind over body," segir Jón Daði að lokum.


Athugasemdir
banner