Bournemouth hefur gengið frá kaupum á franska miðverðinum Bafode Diakite frá Lille fyrir 34,6 milljónir punda.
Þessi 24 ára leikmaður kostar 30,3 milljónir punda og gæti það verð hækkað um 4,3 milljónir punda eftir ákvæðum. Hann er því næst dýrasti leikmaður í sögu Bournemouth.
Hann lék 31 leik í frönsku deildinni á síðasta tímabili þegar Lille hafnaði í fimmta sæti. Þar lék hann með íslenska landsliðsmanninum Hákoni Arnari Haraldssyni.
Þessi 24 ára leikmaður kostar 30,3 milljónir punda og gæti það verð hækkað um 4,3 milljónir punda eftir ákvæðum. Hann er því næst dýrasti leikmaður í sögu Bournemouth.
Hann lék 31 leik í frönsku deildinni á síðasta tímabili þegar Lille hafnaði í fimmta sæti. Þar lék hann með íslenska landsliðsmanninum Hákoni Arnari Haraldssyni.
Hjá Bournemouth er honum ætlað að fylla skarð Illia Zabarnyi sem varð enn einn varnarmaðurinn til að yfirgefa félagið í sumar en hann samdi við Paris St-Germain.
Áður hafði Dean Huijsen verið seldur til Real Madrid og Milos Kerkez til Liverpool.
Bournemouth keypti bakvörðinn Adrien Truffert frá Rennes í júní og hyggst bæta við sig öðrum miðverði.
Bournemouth leikur gegn Liverpool á föstudag, í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.
This is massive ?? pic.twitter.com/DkGmv67QW7
— AFC Bournemouth ???? (@afcbournemouth) August 13, 2025
Athugasemdir