Fótbolti.net hefur síðustu daga hitað upp fyrir ensku úrvalsdeildina með hlaðvörpum við stuðningsmenn stærstu félaganna. Núna er komið að síðasta liðinu sem er Manchester City.
City vann ekki neinn stóran titil á síðasta tímabili og það voru vonbrigði eftir árangurinn síðasta áratug.
Pep Guardiola hefur farið í að endurbyggja liðið og spurningin er hvort City komist aftur á toppinn. Oasis, sem eru miklir stuðningsmenn City, komu til baka í sumar en mun City gera það líka?
Magnús Ingvason og Davíð Eldur, stuðningsmenn City, mættu í Pepsi Max stúdíóið og fóru yfir stöðu mála hjá sínu félagi.
City vann ekki neinn stóran titil á síðasta tímabili og það voru vonbrigði eftir árangurinn síðasta áratug.
Pep Guardiola hefur farið í að endurbyggja liðið og spurningin er hvort City komist aftur á toppinn. Oasis, sem eru miklir stuðningsmenn City, komu til baka í sumar en mun City gera það líka?
Magnús Ingvason og Davíð Eldur, stuðningsmenn City, mættu í Pepsi Max stúdíóið og fóru yfir stöðu mála hjá sínu félagi.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst og á öllum hlaðvarpsveitum.
Athugasemdir