U17 landslið karla gerði markalaust jafntefli við heimamenn í Ungverjalandi í fyrsta leik sínum á Telki Cup í gær.
Auk Ungverjalands og Íslands eru Írland og Tyrkland einnig þátttakendur á þessu fjögurra þjóða æfingamóti.
Írar og Tyrkir gerðu 2-2 jafntefli í sinni viðureign en Ísland spilar næst við Írland áður en lokaleikurinn við Tyrkland fer fram.
Leikur Íslands gegn Írlandi fer fram klukkan 14:45 á morgun, fimmtudag, og verður sýndur í beinni útsendingu á YouTube síðu ungverska fótboltasambandsins líkt og aðrir leikir mótsins.
Horfðu á jafnteflisleikinn gegn Ungverjum
Hlekkur á leikinn gegn Írum
29.07.2025 14:39
Hópur U17 fyrir mót í Ungverjalandi - Einn úr 4. deildinni
Athugasemdir