Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 23:38
Ívan Guðjón Baldursson
Mastantuono kynntur hjá Real Madrid á morgun
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Argentínska undrabarnið Franco Mastantuono fagnar 18 ára afmæli á morgun.

Hann fagnar þessum áfanga í lífinu með því að vera kynntur til leiks sem nýr leikmaður spænska stórveldisins Real Madrid.

Mastantuono þykir gríðarlega mikið efni og er umtalaður sem augljós erfingi treyju númer 10 í argentínska landsliðinu. Treyja sem hefur meðal annars verið notuð af Diego Maradona og Lionel Messi.

Hann varð í júní yngsti leikmaður til að spila keppnisleik í sögu argentínska landsliðsins. Hann fékk að spila síðustu mínúturnar í sigri gegn Síle í undankeppni HM.

Mastantuono hefur verið lykilmaður í liði River Plate í eitt og hálft ár þrátt fyrir ungan aldur. Hann tók þátt í HM félagsliða með argentínska stórveldinu.

Real Madrid borgar um 45 milljónir evra til að kaupa hann úr röðum River Plate og gerir Mastantuono sex ára samning við Real.

Chelsea, Manchester United og Paris Saint-Germain voru meðal áhugasamra félaga áður en táningurinn valdi sér félag.

   13.06.2025 15:29
Mastantuono til Real Madrid (Staðfest)

Athugasemdir