Davíð Snær Jóhannsson var í lykilhlutverki þegar Álasund komst áfram í næstu umferð norska bikarsins í dag.
Davíð gerði sér lítið fyrir og gaf þrjár stoðsendingar í 4-1 endurkomusigri á útivelli gegn Traeff, eftir að Álasund hafði lent undir snemma leiks.
Íslendingalið Odd er einnig komið áfram í næstu umferð eftir sigur gegn Pors. Hinrik Harðarson var í byrjunarliðinu í 3-1 sigri.
Erik Leandersson og félagar í liði Spjelkavik voru þá slegnir úr leik af Brattvåg.
Að lokum kom Mikael Anderson inn af bekknum og skoraði úr vítaspyrnu í þægilegum sigri Djurgården gegn Järfälla í sænska bikarnum.
Traeff 1 - 4 Aalesund
Pors 1 - 3 Odd
Spjelkavik 2 - 4 Brattvag
Jarfalla 1 - 4 Djurgarden
Athugasemdir