Liverpool tekur á móti Bournemouth annað kvöld í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgunsárið.
Þar tjáði hann sig meðal annars um þýska landsliðsmanninn Florian Wirtz sem keyptur var frá Bayer Leverkusen og miklar vonir eru bundnar við.
Þar tjáði hann sig meðal annars um þýska landsliðsmanninn Florian Wirtz sem keyptur var frá Bayer Leverkusen og miklar vonir eru bundnar við.
„Það er hægt að horfa á hann sem ungan leikmann en ég geri það ekki. Hann hefur orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari í Þýskalandi og hugarfarið er hans helsti styrkleiki," segir Slot.
„Það segir sitt því hann er með svo mikinn sköpunarmátt. Hausinn á honum er svo sterkur, hann lætur ekki umræðu um kaupverð eða neitt annað hafa áhrif á sig,"
„Góðir leikmenn finna alltaf leið til að spila vel í góðum liðum. Hann þarf að aðlagast Englandi, deildinni og ákefðinni, og nýjum liðsfélögum."
Meðal þess sem kom fram á fundinum er að Slot er ekki viss um hvort Joe Gomez verði í hóp á morgun en varnarmaðurinn hefur bara tekið þátt í tveimur æfingum síðan hann kom til baka úr meiðslum.
Athugasemdir