Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 14. ágúst 2025 00:05
Sigurjón Árni Torfason
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Lengjudeildin
Grindvíkingar eru fimm stigum frá fallsæti
Grindvíkingar eru fimm stigum frá fallsæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík tapaði 4-0 fyrir Keflavík í Lengjudeildinni í kvöld á HS Orku vellinum og situr nú í 8 sæti deildarinnar með 17 stig, 5 stigum frá fallsæti.

„Ýmislegt sem þarf að bæta, þetta var ákveðið svona andleysi, vantaði trú í okkur. Við byrjum leikinn mjög illa og eigum einhverja svona kafla og spretti í fyrri hálfleik en heilt yfir fannst mér við klárlega næst besta liðið í fyrri hálfleiknum. Byrjum seinni hálfleikinn fínt og fáum ágætis tækifæri en það hefði þurft að detta fyrir okkur á því mómenti. Svo þegar þeir skora þriðja markið þá var bara spurning hversu stórt þetta yrði því miður."  sagði Halli Hróðmars þjálfari Grindvíkinga eftir leik.

Grindavík hefði þurft sigur til að komast í smá andrými frá fallbaráttu.

„Við þurfum meiri læti þurfum meirii ákefð og meiri kraft. Taktískt fannst mér þetta ekkert afleitt, sóknarlega vorum við ekki góðir en engu að síður gengu langir boltar ágætlega, við unnum seinni boltana. En heilt yfir fannst mér barnalegt að vera bæði hægir og soft. Það vantaði læti í okkur til þess að gera Keflvíkingum erfiðara fyrir."


Keflavík tóku yfir leikinn í seinni hálfleik og Grindvíkingar náðu ekki að skapa mikið.

„Ég hefði viljað skapa meira, í byrjum seinni hálfleiks gekk ágætlega, við fáum einhverja hornspyrnu og skjótum svona í varnarmenn og eitthvað. Þetta eru enginn risa færi en þetta er samt eitthvað og klárlega eitthvað sem maður vill.  En svo verðum við að nýta það sem við fáum og það sem við fengum í dag hefði mögulega geta hleypt okkur aftur inni leikinn en heilt yfir verðskuldað hjá Keflavík."

Næsti leikur Grindavíkur er HK í Kórnum.


Athugasemdir
banner