
„Þetta er mjög svekkjandi, jöfn lið að berjast og í dag endaði þetta þeirra megin. Það verður bara að vera þannig", sagði Úlfa Dís um fyrstu viðbrögð sín eftir leikinn, þar sem Stjarnan missti niður 2-1 forystu og tapaði að lokum 4-2 gegn Val á Hlíðarenda.
Sjálf átti Úlfa Dís stórleik og var langbesti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik og nánast upp á sitt einsdæmi kom liðinu í 2-1 forystu í hálfleik. Seinna markið sérstaklega var stórbrotið þegar hún skrúfar boltanum alveg í bláhornið af 25 metra færi.
„Ég bara sá að ég var með pláss og þá prófa ég alltaf að skjóta og hann fór bara inn í dag"
Sjálf átti Úlfa Dís stórleik og var langbesti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik og nánast upp á sitt einsdæmi kom liðinu í 2-1 forystu í hálfleik. Seinna markið sérstaklega var stórbrotið þegar hún skrúfar boltanum alveg í bláhornið af 25 metra færi.
„Ég bara sá að ég var með pláss og þá prófa ég alltaf að skjóta og hann fór bara inn í dag"
Lestu um leikinn: Valur 4 - 2 Stjarnan
Valskonur réðu einfaldlega ekkert við Úlfu Dís í fyrri hálfleik og þá átti Elísa Viðarsdóttir fyrrum landsliðskona sérstaklega erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik þegar Úlfa fór ítrekað illa með hana.
„Nei, hún var líka alveg með mig í dag. Við vorum bara að skiptast á og bara 50-50 myndi ég segja"
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir hefur spilað með bæði U-17 og U-19 Íslands en ekki fengið kallið enn sem komið er í A landsliðið. En hugsar um stundum til þess hvort hún fái kallið?
„Ekki mikið, en auðvitað væri það bara heiður, en maður bíður bara rólegur"
Viðtalið í heild má finna í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir