Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   mið 13. ágúst 2025 22:51
Alexander Tonini
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Kvenaboltinn
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði tvö glæsileg mörk í kvöld
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði tvö glæsileg mörk í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög svekkjandi, jöfn lið að berjast og í dag endaði þetta þeirra megin. Það verður bara að vera þannig", sagði Úlfa Dís um fyrstu viðbrögð sín eftir leikinn, þar sem Stjarnan missti niður 2-1 forystu og tapaði að lokum 4-2 gegn Val á Hlíðarenda.

Sjálf átti Úlfa Dís stórleik og var langbesti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik og nánast upp á sitt einsdæmi kom liðinu í 2-1 forystu í hálfleik. Seinna markið sérstaklega var stórbrotið þegar hún skrúfar boltanum alveg í bláhornið af 25 metra færi.

„Ég bara sá að ég var með pláss og þá prófa ég alltaf að skjóta og hann fór bara inn í dag"

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Stjarnan

Valskonur réðu einfaldlega ekkert við Úlfu Dís í fyrri hálfleik og þá átti Elísa Viðarsdóttir fyrrum landsliðskona sérstaklega erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik þegar Úlfa fór ítrekað illa með hana.

„Nei, hún var líka alveg með mig í dag. Við vorum bara að skiptast á og bara 50-50 myndi ég segja"

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir hefur spilað með bæði U-17 og U-19 Íslands en ekki fengið kallið enn sem komið er í A landsliðið. En hugsar um stundum til þess hvort hún fái kallið?

„Ekki mikið, en auðvitað væri það bara heiður, en maður bíður bara rólegur"

Viðtalið í heild má finna í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner