Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið PSG og Tottenham: Ýmislegt sem kemur á óvart
Mynd: PSG
Mynd: EPA
PSG og Tottenham eigast við í úrslitaleik Ofurbikars Evrópu í kvöld og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Í byrjunarliði PSG er fátt sem kemur á óvart. Lucas Chevalier þreytir frumraun sína í keppnisleik með félaginu og byrjar miðjumaðurinn öflugi Fabián Ruiz á bekknum. Bradley Barcola kemur inn í byrjunarliðið.

Nordi Mukiele og Joao Neves eru ekki með hópnum vegna meiðsla og leikbanns. Gianluigi Donnarumma er heldur ekki með.

Til samanburðar er ýmislegt sem kemur á óvart í byrjunarliði Tottenham í fyrsta keppnisleik Thomas Frank við stjórnvölinn.

Uppstillingin er óljós þar sem Frank virðist ætla að byrja með þriggja manna varnarlínu og Djed Spence í vængbakverði. Svo gæti komið í ljós að þetta er fjögurra manna varnarlína hjá Frank, með Spence úti á vinstri vængnum sem part af þriggja manna sóknarlínu. Það mun koma í ljós eftir að leikurinn verður flautaður á.

Brennan Johnson, Mathys Tel, Lucas Bergvall og Dominic Solanke byrja allir á bekknum. Joao Palhinha og Mohammed Kudus fara beint inn í byrjunarliðið ásamt Kevin Danso.

Það er mikið um meiðslavandræði í leikmannahópi Tottenham þar sem menn á borð við Dejan Kulusevski, James Maddison, Destiny Udogie og Radu Dragusin eru allir fjarri góðu gamni. Þá er miðjumaðurinn Yves Bissouma í agabanni.

PSG: Chevalier, Hakimi, Marquinhos, Pacho, Mendes, Zaire-Emery, Vitinha, Kvaratskhelia, Doue, Dembele, Barcola
Varamenn: Marin, Safonov, Beraldo, Hernandez, Kamara, Kang-in, Mbaye, Ramos, Ruiz

Tottenham: Vicario, Porro, Romero, Danso, Van de Ven, Spence, Palhinha, Bentancur, Sarr, Kudus, Richarlison
Varamenn: Austin, Kinsky, Davies, Vuskovic, Byfield, Bergvall, Gray, Johnson, Odobert, Solanke, Tel

   13.08.2025 05:55
Ofurbikar Evrópu í dag - PSG og Tottenham eigast við á Ítalíu

Athugasemdir
banner
banner