Guðmundur Magnússon er búinn að skipta yfir til Breiðabliks þar sem hann mun leika á lánssamningi út tímabilið.
Gummi Magg, sem er fæddur 1991, er búinn að skora tvisvar sinnum í 13 leikjum með Fram í Bestu deildinni í sumar.
Fram hefur samþykkt að lána framherjann í Kópavoginn en Gummi hefur á ferlinum skorað 40 mörk í Bestu deildinni.
Á sínu besta tímabili skoraði Gummi 15 mörk í 21 leik með Fram í Bestu deildinni, sumarið 2022.
Hér er um að ræða reynslumikinn leikmann sem gæti reynst Blikum vel í komandi verkefnum bæði í deild og Evrópu.
Breiðablik er í titilbaráttu í Bestu deildinni auk þess að vera að berjast um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í haust.
Athugasemdir