
Fjölnismenn tóku á móti Njarðvíkingum í kvöld þegar heil umferð fór fram í Lengjudeild karla.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 2 Njarðvík
„Við köstum þessum leik frá okkur" sagði Gunnar Már Guðmundsson svekktur eftir tapið í kvöld.
„Mér finnst við leggja helling inn. Þeir ná nátturlega að pinna okkur niður en náðu ekki að skapa sér opin færi í fyrri hálfleiknum"
„Inn í seinni hálfleikinn þá fannst mér við spila vel og allt það en við töpum samt leiknum. Mér finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur. Við þurfum fleirri sénsa og svo erum við bara að gefa mörk"
„Mér fannst leikurinn spilast ágætlega, þetta er nátturlega mjög gott lið þetta Njarðvíkurlið og mér fannst við vera að mæta þeim. Við lentum í smá vandræðum þegar þeir náðu að læsa okkur niðri og vandræði við að koma okkur út úr því"
„Fannst við komast vel inn í leikinn en ég veit ekki hvað gekk á þarna þegar við gefum markið. Við fáum mark í andlitið eftir útspark og fyrra markið fannst mér líka ódýrt. Þeir opna okkur skyndilega, galopna okkur"
Nánar er rætt við Gunnar Már Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 17 | 10 | 7 | 0 | 40 - 16 | +24 | 37 |
2. Þór | 17 | 10 | 3 | 4 | 41 - 25 | +16 | 33 |
3. ÍR | 17 | 9 | 6 | 2 | 31 - 18 | +13 | 33 |
4. Þróttur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 33 - 26 | +7 | 32 |
5. HK | 17 | 9 | 3 | 5 | 29 - 21 | +8 | 30 |
6. Keflavík | 17 | 8 | 4 | 5 | 38 - 27 | +11 | 28 |
7. Völsungur | 17 | 5 | 4 | 8 | 29 - 38 | -9 | 19 |
8. Grindavík | 17 | 5 | 2 | 10 | 32 - 48 | -16 | 17 |
9. Selfoss | 17 | 5 | 1 | 11 | 19 - 32 | -13 | 16 |
10. Leiknir R. | 17 | 3 | 4 | 10 | 16 - 34 | -18 | 13 |
11. Fjölnir | 17 | 2 | 6 | 9 | 26 - 41 | -15 | 12 |
12. Fylkir | 17 | 2 | 5 | 10 | 21 - 29 | -8 | 11 |