
Njarðvíkingar heimsótti Fjölnismenn í Grafarvoginn í kvöld þegar heil umferð fór fram í Lengjudeild karla í kvöld.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 2 Njarðvík
„Ég er gríðarleg sáttur með að hafa náð sigri hérna" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir sigurinn í kvöld.
„Þetta var mjög erfitt og völlurinn var mjög erfiður. Sumir partar á vellinum voru menn að renna á hausinn og við náðum ekki fannst mér svona alveg takti sem að við vorum með í síðustu leikjum. Það er hrikalega sterkt að koma hingað og ná í þrjú stig og þetta er hörku lið sem að við vorum að mæta"
Það var ákveðin heppnisstimpill yfir sigurmarki Njarðvíkinga en Gunnar Heiðar sagði þó að Dominik Radic átti eftir að gera helling áður en hann skoraði svo sigurmarkið.
„Þetta er kannski ekki draumasending hjá markmanninum en það þarf að klára þetta. Hann fékk þetta ekki gefins hann Dominik. Hann tekur mann á þarna og nær að setja hann í hornið þannig ég myndi ekki segja að þetta hafi verið heppni, alls ekki en ég myndi allavega segja að hann hafi gefið okkur 'option'-ið á að gera þetta"
Njarðvíkingar finna sig í nýrri stöðu núna og leiða deildina í stað þess að elta hana.
„Það er bara geggjað að vera á toppnum og það er einmitt það sem við erum búnir að vera stefna á allt tímabilið að vera þarna. Við erum ekkert að pæla í því að næsti leikur sé úrslitaleikur eða hvað þetta er. Við viljum bara fara í hvern einasta leik til að vinna og næsti fókus hjá okkur er bara Þróttur á sunnudaginn og þeir koma heim til okkar og okkur hlakkar bara mjög til að fara í þann leik og það er leikur sem að við ætlum líka að vinna"
„Við erum ekkert að hugsa nokkra leiki fram í tímann. Við erum bara að hugsa um okkur núna. Við erum búnir að vera hugsa um okkur í núinu eiginlega allt mótið, ekkert vera að pæla í mikið hvað hin liðin eru að gera, bara hvað við ætlum að gera og þessvegna erum við held ég búnir að koma okkur á toppinn því við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera og þegar við gerum það þá erum við helvíti góðir"
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 17 | 10 | 7 | 0 | 40 - 16 | +24 | 37 |
2. Þór | 17 | 10 | 3 | 4 | 41 - 25 | +16 | 33 |
3. ÍR | 17 | 9 | 6 | 2 | 31 - 18 | +13 | 33 |
4. Þróttur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 33 - 26 | +7 | 32 |
5. HK | 17 | 9 | 3 | 5 | 29 - 21 | +8 | 30 |
6. Keflavík | 17 | 8 | 4 | 5 | 38 - 27 | +11 | 28 |
7. Völsungur | 17 | 5 | 4 | 8 | 29 - 38 | -9 | 19 |
8. Grindavík | 17 | 5 | 2 | 10 | 32 - 48 | -16 | 17 |
9. Selfoss | 17 | 5 | 1 | 11 | 19 - 32 | -13 | 16 |
10. Leiknir R. | 17 | 3 | 4 | 10 | 16 - 34 | -18 | 13 |
11. Fjölnir | 17 | 2 | 6 | 9 | 26 - 41 | -15 | 12 |
12. Fylkir | 17 | 2 | 5 | 10 | 21 - 29 | -8 | 11 |