Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
   mið 13. ágúst 2025 22:02
Alexander Tonini
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunnar
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan naut mikils meðbyrs þegar liðið gekk til búningsklefa í hálfleik með 2-1 forystu, sem tryggðist með góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik náðu Stjörnukonur hins vegar ekki að halda sama dampi og Valur sýndi talsverða yfirburði á Hlíðarenda í kvöld og snéru leiknum sér í vil. Lokatölur urðu 4-2 Val í vil.

„Það er margt til í því, momentið með okkur í hálfleik. Mér fannst við reyndar alveg koma út í seinni hálfleikinn ágætlega fyrstu 5 til 10 en svo bara tekur Valur yfir", sagði Jóhannes Karl þjálfari um leik Stjörnunnar hér í kvöld þegar lið hans beið í lægr haldi 2-4 gegn Val.

Valskonum tókst að jafna leikinn strax á 60. mínutu þegar Jasmín Erla á flotta stungusendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar og Jordyn Rhodes að sama skapi tímasetur hlaupið frábærlega og skorar. Það var erfitt að sjá í endursýningu hvort að Jordyn hafi verið rangstæð eður ei, en dómarinn lyfti ekki upp flagginu.

„Mér fannst rangstöðumark, þetta jöfnunarmark, ég á eftir að sjá það aftur en það var lykt af því. Mér fannst línan okkar reyna að stíga þær vel"


Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Stjarnan

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir var í algjörum sérflokki í fyrri hálfleik og upp á sitt einsdæmi snéri leiknum á hvolf. Hún skorar flott jöfnunarmark á 40. mínútu leiks með skalla en í kjölfarið skoraði hún það sem verður að teljast með betri mörkum sumarsins á 46. mínútu leiks þegar hún skrúfar boltanum af 25 metra færi alveg í bláhornið og kemur Stjörnunni yfir 2-1.

„Við vorum á besta stað, þetta er náttúrulega eitthvað sturlað og ekki einu sinni í fyrsta skipti sem maður sér Úlfu gera þetta. Hennar hæfileikar er ansi hreint magnaðir"

Valur reyndi fyrir tímabilið að kaupa Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur fyrir tímabilið en því tilboði var umsvifalaust hafnað af Stjörnunni og hún einfaldlega ekki til sölu

„Úlfa er bara lykil leikmaður í okkar liði og ég held að það séu allir innan Stjörnunnar sem metur hana eins og hún á skilið"

Þorsteinn Halldórsson þjálfari íslenska landsliðsins var mættur á Hlíðarenda að fylgjast með leiknum og miðað við frammistöðu Úlfu Dísar í dag kæmi það ekki á óvart ef hún skyldi nú fá kallið á næstunni.

„Það getur alltaf gerst, Úlfa er að minna á sig og það er ekki hægt að líta framhjá henni endalaust þegar hún er að spila svona"

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner