Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enski deildabikarinn - Jason Daði missir af leik gegn Man Utd
Man Utd kemur inn í 2. umferðina þar sem liðið er ekki í Evrópukeppni þennan veturinn.
Man Utd kemur inn í 2. umferðina þar sem liðið er ekki í Evrópukeppni þennan veturinn.
Mynd: EPA
Jason Daði er að jafna sig eftir aðgerð.
Jason Daði er að jafna sig eftir aðgerð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn mætir Bournemouth.
Hákon Rafn mætir Bournemouth.
Mynd: Brentford
Önnur umferð enska deildabikarsins fer fram dagana 25-28. ágúst. Þar koma inn úrvalsdeildarlið sem taka ekki þátt í Evrópukeppnum í vetur.

Þar á meðal er Manchester United. Drátturinn var svæðisbundinn og mætir United Íslendingaliði Grimsby í 2. umferðinni. Jason Daði Svanþórsson er leikmaður Grimsby en hann fór í hnéaðgerð í júní og verður ekki kominn til baka fyrir leikinn gegn United. Hann stefnir á endurkomu í lok september eða byrjun október.

Sex Íslendingalið voru í pottinum. Birmingham (Alfons Sampsted & Willum Þór Willumsson) mætir Port Vale, Preston North End (Stefán Teitur Þórðarson) mætir Wrexham, Stockport County (Benoný Breki Andrésson) heimsækir Wigan, Brentford (Hákon Rafn Valdimarsson) sækir Bournemouth heim í úrvalsdeildarslag og Plymouth Argyle (Guðlaugur Victor Pállson) fer til Wales og mætir Swansea.

Lokaleikur 1. umferðar fer fram í næstu umferð þegar Tranmere tekur á móti Burton Albion. Leiknum var frestað vegnað rafmagnsleysi við Prenton Park.

Norður
Accrington Stanley v Doncaster Rovers
Barnsley v Rotherham United
Birmingham City v Port Vale
Burnley v Derby County
Everton v Mansfield Town
Grimsby Town v Manchester United
Preston North End v Wrexham
Sheffield Wednesday v Leeds United
Stoke City v Bradford City
Sunderland v Huddersfield Town
Tranmere Rovers/Burton Albion v Lincoln City
Wigan Athletic v Stockport County
Suður
Bournemouth v Brentford
Bromley v Wycombe Wanderers
Cambridge United v Charlton Athletic
Cardiff City v Cheltenham Town
Fulham v Bristol City
Millwall v Coventry City
Norwich City v Southampton
Oxford United v Brighton
Reading v AFC Wimbledon
Swansea City v Plymouth Argyle
Wolves v West Ham United
Athugasemdir
banner