Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
Jóhann Kristinn: Yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig
Einar Guðna: Þetta var flottur leikur
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Nik Chamberlain: Þetta var geggjaður leikur
Guðni Eiríks: Það er eitthvað í blóðinu hjá Hemma og Rögnu Lóu
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
   þri 12. ágúst 2025 21:31
Alexander Tonini
Guðni Eiríks: Það er eitthvað í blóðinu hjá Hemma og Rögnu Lóu
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Glaður að taka þrjú stig. Glaður hvernig leikmenn svöruðu fyrri hálfleik með seinni hálfleik. Mörk bara eins og í handboltaleik og FH liðið ólíkt sjálfu sér í föstum leikatriðum. Vissulega vantaði fyrirliða liðsina (Örnu Eiríksdóttur) en hún á ekki að skipta svona miklu máli í föstum leikatriðum", sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH um sín fyrstu viðbrögð við sannkölluðum markaleik þegar FH sigraði Þór/KA 5-3.

Fyrri hálfleikur bauð heldur betur upp á flugeldasýningu og bæði lið skoruðu þrjú mörk hvor og staðan 3-3 í hálfleik. Öll þrjú mörkin sem gestirnir frá Akureyri skoruðu komu úr föstum leikatriðum sem er heldur óvenjulegt fyrir FH í sumar.

Engu að síður tókst liðinu að þétta varnarleikinn í seinni hálfleik og skrifa jafnfram nýtt blað í sögu FH kvenna með því að brjóta 30 stiga múrinn í fyrsta sinn í sögunni.

„Við vorum að skrifa söguna í dag þar sem við vorum að brjóta 30 stiga múrinn og það hefur FH aldrei gert nokkurn tímann. Þannig að við höldum áfram að skrifa söguna á þessu tímabili"

Lestu um leikinn: FH 5 -  3 Þór/KA

Fyrirliði liðsins Arna Eiríksdóttir missti af sínum öðrum leik í röð en hún meiddist í upphitun fyrir síðasta leik gegn FHL. FH liðið saknaði hennar gríðarlega í föstum leikatriðum þar sem Arna er feykilega sterk og jafnvel sú allra sterkasta í Bestu deildinni.
En hvernig er heilsan hjá henni?

„Hún er bara góð þannig séð. Hún fékk streng í lærið í upphitun fyrir austan á laugardaginn. Við tókum enga sénsa með hana í dag og hvíldum hana. Hún verður klár á laugardaginn", sagði Guðni og var hér að vísa í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag gegn Breiðablik.

Thelma Lóa Hermannsdóttir var án efa besti leikmaðurinn hér í kvöld og skellti í þrennu og eina stoðsendingu. Þrennan er sú fyrsta á ferlinum og FH liðið þurfti svo sannarlega á öllum mörkunum hennar að halda.

„Hún var bara frábær í dag. Það er eitthvað Hemmi og Ragna Lóa maður, það er eitthvað í blóðinu hjá þeim sem gerir það að verkum að þau eiga frábærar dætur í fótbolta"



Athugasemdir
banner