Gísli Gottskálk Þórðarson og félagar í Lech Poznan eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Rauðu stjörnuna í Serbíu í kvöld.
Rauða stjarnan hafði betur í fyrri leiknum, 3-1, og var leikurinn í kvöld aðeins formsatriði fyrir heimamenn.
Cherif Ndiaye kom Rauðu stjörnunni í frábæra stöðu undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu og þurftu gestirnir því þrjú mörk til að koma sér inn í einvígið.
Sænski framherjanum Mikael Ishak tókst að skora fyrir Poznan undir lok leiks, en það kom allt of seint og ljóst að það er Rauða stjarnan sem fer í umspilið.
Gísli byrjaði hjá Poznan en var tekinn af velli í hálfleik.
Poznan fer niður í umspil Evrópudeildarinnar þar sem það mætir Genk frá Belgíu. Leikirnir eru spilaðir 21. og 28. ágúst næstkomandi.
Portúgalska stórliðið Benfica er komið í umspil Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið samanlagðan 4-0 sigur á Nice. Skandinavísku leikmennirnir Fredrik Aursnes og Andreas Schjelderup skoruðu mörkin í kvöld.
Club Brugge 3 - 2 Salzburg (4-2 samanlagt)
0-1 Jacob Rasmussen ('18 )
0-2 Edmund Baidoo ('42 )
1-2 Joaquin Seys ('61 )
2-2 Carlos Forbs ('83 )
3-2 Hans Vanaken ('90 )
Ferencvaros 3 - 0 Ludogorets (3-0 samanlagt)
1-0 Barnabas Varga ('38 )
2-0 Barnabas Varga ('79 )
3-0 Gabor Szalai ('86 )
Slovan 1 - 0 Kairat (2-4 eftir vítakeppni)
1-0 Robert Mak ('30 )
Benfica 2 - 0 Nice (4-0 samanlagt)
1-0 Fredrik Aursnes ('18 )
2-0 Andreas Schjelderup ('27 )
Crvena Zvezda 1 - 1 Lech Poznan (4-2 samanlagt)
1-0 Cherif Ndiaye ('45 , víti)
1-1 Mikael Ishak ('90 )
Rautt spjald: Rodrigao, Crvena Zvezda ('57)
Athugasemdir