Belgíski varnarmaðurinn Koni De Winter er búinn að velja AC Milan sem næsta áfangastað þrátt fyrir mikinn áhuga úr ensku úrvalsdeildinni.
Milan borgar á milli 20 til 25 milljónir evra til að kaupa De Winter sem á að fylla í skarðið sem Malick Thiaw skilur eftir sig.
De Winter, sem er 23 ára og með þrjá A-landsleiki að baki fyrir Belgíu, kemur úr röðum Genoa eftir að hafa alist upp hjá Juventus frá 16 ára aldri.
Það voru gífurlega mörg félög sem sýndu De Winter áhuga í sumar en þar má helst nefna Inter, Napoli, Tottenham og Wolves.
De Winter er sjötti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Milan í sumar eftir félagaskipti Ardon Jashari, Samuele Ricci, Pervis Estupinan, Luka Modric og Pietro Terracciano.
11.08.2025 22:40
Skotmark Bournemouth semur við Milan
Brace yourselves… De ???????????????????????? has arrived in Milan ??????? #WelcomeDeWinter
— AC Milan (@acmilan) August 13, 2025
Athugasemdir