
Stjörnukonur hafa landað bandaríska markverðinum Bridgette Nicole Skiba frá Lexington í USL-deildinni.
Skiba, sem er 25 ára gömul, spilaði með Oregon í háskólaboltanum áður en hún samdi við Chicago Stars í NWSL-deildinni (úrvalsdeild Bandaríkjanna).
Árið 2022 gekk hún í raðir HB Köge í Danmörku þar sem hún varð deildarmeistari á fyrsta tímabili sínu, en hún yfirgaf félagið á síðasta ári og hélt aftur heim til Bandaríkjanna.
Þar spilaði hún með Lexington í næst efstu deild, en er nú mætt í Stjörnuna út tímabilið.
Vera Varis hefur staðið á milli stanganna undanfarið eftir að Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hélt aftur út til Bandaríkjanna í nám.
Stjarnan er í 6. sæti með 15 stig eftir tólf umferðir.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 15 | 13 | 1 | 1 | 61 - 11 | +50 | 40 |
2. FH | 15 | 11 | 2 | 2 | 38 - 17 | +21 | 35 |
3. Þróttur R. | 15 | 9 | 2 | 4 | 27 - 18 | +9 | 29 |
4. Valur | 15 | 7 | 3 | 5 | 22 - 21 | +1 | 24 |
5. Þór/KA | 15 | 7 | 0 | 8 | 28 - 27 | +1 | 21 |
6. Stjarnan | 15 | 6 | 1 | 8 | 22 - 30 | -8 | 19 |
7. Fram | 15 | 6 | 0 | 9 | 22 - 39 | -17 | 18 |
8. Víkingur R. | 15 | 5 | 1 | 9 | 31 - 36 | -5 | 16 |
9. Tindastóll | 15 | 4 | 2 | 9 | 19 - 34 | -15 | 14 |
10. FHL | 15 | 1 | 0 | 14 | 8 - 45 | -37 | 3 |
Athugasemdir