Belgíski reynsluboltinn Axel Witsel er búinn að skrifa undir eins árs samning við Girona í efstu deild spænska boltans. Það er möguleiki á framlengingu um auka ár ef ákveðnum skilyrðum verður mætt.
Witsel kemur á frjálsri sölu eftir þrjú ár í herbúðum Atlético Madrid þar sem hann lék 116 leiki fyrir félagið.
Witsel er 36 ára gamall og er hokinn reynslu eftir að hafa komið víða við á ferlinum. Hann hefur leikið fyrir Standard Liége í Belgíu, Benfica í Portúgal, Zenit í Rússlandi, Tianjin Quanjian í Kína og Borussia Dortmund í Þýskalandi á áhugaverðum ferli.
Auk þess er Witsel næstleikjahæstur í sögu belgíska landsliðsins með 132 landsleiki að baki. Hann er 25 leikjum frá meti Jan Vertonghen sem verður ansi erfitt að bæta.
Witsel er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við Girona í sumar. Vitor Reis, Thomas Lemar og Hugo Rincón eru allir komnir inn á lánssamningum.
BENVINGUT WITSEL! ????
— Girona FC (@GironaFC) August 12, 2025
Athugasemdir