Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   fim 14. ágúst 2025 09:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær sigur, virkilega góð frammistaða, virkilega ánægður með mitt lið. Mér fannst við stúta þeim í 80 mínútur af 90. Mér fannst við ganga frá þeim megnið af leikjum," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, við Fótbolta.net eftir sigur liðsins gegn Völsungi í gærkvöld.

Sigurinn var þriðji sigur Þórs í röð og er það í fyrsta sinn í sumar sem Þór nær að vinna fleiri en tvo leiki í röð.

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  5 Þór

„Leikmennirnir stóðu sig vel, mér fannst við leggja leikinn upp á ákveðinn hátt og það virkaði. Leikmenn skiluðu því frábærlega. Þetta var meira hvernig við ætluðum að verjast þeim; hvernig við ætluðum að stiga á þá og þvinga þá í ákveðin svæði. Ég hefði viljað fara aðeins meira á bakvið þá, en heilt yfir gekk leikplanið fullkomlega upp."

Gengi Þórs hefur verið mjög gott síðustu vikur, fimm sigrar í síðustu sex eftir grátlegt tap gegn Þrótti.

„Mér finnst við spila eins og á undan, nema kannski ekki eins mikið af meiðslum. Mér finnst við vera svipað góðir alltaf, held að fólk hafi ekki gefið okkur kredit fyrir fyrri partinn þegar við dettum örlítið niður. Fyrir utan Völsungsleikinn heima er þetta búið að vera fínt. Liðið er að tikka vel og þá kemur framlag frá mörgum, sem gleður mig mjög mikið."

Ertu að horfa á toppsætið?

„Við erum bara að horfa á næsta leik sem er gegn ÍR á sunnudaginn. Það eru allir að vinna alla og þetta getur farið hvernig sem er. Við ætlum að vinna næsta leik og sjá svo bara til."

Hvernig fannst þér dómgæslan í dag?

„Mér finnst Siggi Þrasta einn besti dómari landsins, mér fannst hann dæma þetta hörmulega," sagði þjálfarinn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 17 10 7 0 40 - 16 +24 37
2.    Þór 17 10 3 4 41 - 25 +16 33
3.    ÍR 17 9 6 2 31 - 18 +13 33
4.    Þróttur R. 17 9 5 3 33 - 26 +7 32
5.    HK 17 9 3 5 29 - 21 +8 30
6.    Keflavík 17 8 4 5 38 - 27 +11 28
7.    Völsungur 17 5 4 8 29 - 38 -9 19
8.    Grindavík 17 5 2 10 32 - 48 -16 17
9.    Selfoss 17 5 1 11 19 - 32 -13 16
10.    Leiknir R. 17 3 4 10 16 - 34 -18 13
11.    Fjölnir 17 2 6 9 26 - 41 -15 12
12.    Fylkir 17 2 5 10 21 - 29 -8 11
Athugasemdir
banner