Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Sölvi Geir: Yrði svört vika fyrir Bröndby og frábær fyrir FCK
Blanda af stressi og spennu
Sölvi Geir á æfingu Víkings, ræðir við Kára Árnason.
Sölvi Geir á æfingu Víkings, ræðir við Kára Árnason.
Mynd: Víkingur
Oliver Ekroth átti frábæran fyrri leik.
Oliver Ekroth átti frábæran fyrri leik.
Mynd: Víkingur
Nikolaj Hansen sömuleiðis.
Nikolaj Hansen sömuleiðis.
Mynd: Víkingur
Víkingur leiðir 3-0 eftir fyrri leikinn.
Víkingur leiðir 3-0 eftir fyrri leikinn.
Mynd: Víkingur
Sölvi var leikmaður FCK á árunum 2010-2013.
Sölvi var leikmaður FCK á árunum 2010-2013.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Við þurfum að nýta þá orku til góðs, þrífast á þeirri orku þó að hún sé kannski ekki tileinkuð okkur, þá þurfum við samt sem áður að nýta okkur hana
Við þurfum að nýta þá orku til góðs, þrífast á þeirri orku þó að hún sé kannski ekki tileinkuð okkur, þá þurfum við samt sem áður að nýta okkur hana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf blanda af hvoru tveggja, spennu og stressi, það verður að vera, sérstaklega hjá leikmönnum. Það gerir menn ennþá meira klára fyrir leikinn, mikilvægt að menn séu með spennustigið rétt. Við þjálfararnir þurfum líka að vera rétt stilltir, gefa frá okkur góða orku þannig allt sé upp á tíu," segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net.

Framundan er leikur Bröndby og Víkings í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur leiðir 3-0 eftir fyrri leik liðanna sem fram fór á Víkingsvelli síðasta fimmtudag.

Lestu um leikinn: Bröndby 0 -  0 Víkingur R.

Þurfa að nýta þá orku
„Ég var að heyra að það væri búið að selja einhverja 20 þúsund miða, ég býst við góðri stemningu, miklum látum og stuðningsmenn Bröndby munu styðja þétt við bakið á þeim. Við þurfum að nýta þá orku til góðs, þrífast á þeirri orku þó að hún sé kannski ekki tileinkuð okkur, þá þurfum við samt sem áður að nýta okkur hana. Ég býst við virkilega góðri stemningu og vonandi skemmtilegu kvöldi fyrir okkur Víkinga."

„Það verður baulað á dómarann og blístrað og allt svona, en þekkjandi það sem leikmaður að þegar þú ert í 'zone-inu' þínu þá heyrir þú ekkert í áhorfendum, ert með einbeitinguna rétt stillta, þá ertu í augnablikinu. Þannig þarf einbeitingin okkar að vera. Eins skrítið og það er þá heyrir maður ekki í áhorfendum og látunum í kringum þig, ert bara í lítilli búbblu inn á vellinum. Þegar dómarinn stoppar leikinn eða eitthvað svoleiðis, þá tekur maður eftir stemningunni. Einbeitingin þarf að vera á það sem við erum að gera, þá á þetta ekki að trufla okkur."


Reynsla af stóru sviði
Getur Sölvi miðlað af eigin reynslu til leikmanna, hafandi spilað með FCK á móti Bröndby?

„Það er náttúrulega allt annað dæmi, FCK og Bröndby heldur en Víkingur og Bröndby upp á læti og þannig að gera. Leikmennirnir eru með reynslu af því að spila á svona stórum völlum þar sem stuðningsmenn styðja vel við andstæðingana. Við höfum spilað við Lech Poznan og Malmö á svona sviði, margir leikmenn hafa upplifað þær aðstæður. Það er alltaf að koma meiri reynsla hjá okkur af Evrópuleikjum gegn sterkum andstæðingum, jákvætt að vera með þá reynslu og við vitum hvað við erum að fara út í."

Horfa á þetta sem nýjan leik
Víkingur leiðir 3-0, breytir það nálguninni?

„Það er rosaleg hætta á því að fara inn í svona leiki, með forskot, og hugarfarið að fara verja forskotið sem þú ert með. Þá oft verður leikur liðsins mjög passífur, þú gefur andstæðingnum meiri tíma á boltann og hann nær kannski að herja meira á þig og þvinga þig neðar og neðar - þú kemst þá kannski aldrei á það ákefðarstig sem þú vilt spila á. Ef þú ætlar bara að verja það sem þú hefur, þá ertu með minni stjórn á leiknum. Það er ein leið, en ekki leiðin sem ég tel að sé hentugust fyrir þetta verkefni."

„Ég vil að menn haldi áfram að spila okkar leik og þegar tækifærið gefst að setja pressu á þá; þurfum að tímasetja það rétt og þrýsta þeim hærra upp völlinn. Þegar tækifærið gefst þurfum við að halda í boltann, vera djarfir, hugrakkir og vinna fyrir þí að halda í boltann svo við náum líka stjórn á leikinn. Á meðan við erum með boltann þá skora þeir ekki. Við ætlum ekki að breyta neinu í nálgun okkar, við tökum þessu sem nýjum leik og komum inn í hann af jafnmiklum krafti og í fyrri leiknum."

„Við erum búnir að renna yfir klippur úr fyrri leiknum og það eru ákveðnir hlutir sem við ætlum að skerpa á, en það verður ekki mikil breyting á okkar leik."


Búnir að undirbúa sig fyrir allar sviðsmyndir
Utan frá horfir þetta þannig við manni að byrjunin sé mjög mikilvæg, þarf að sýna klókindi í upphafi leiks. Hvernig sérð þú það?

„Algjörlega. Í raun og veru þarftu að vera klókur og einbeittur allan leikinn, þú getur alveg eins fengið á þig mörk eins og í lok leiks. Við þurfum að vera tilbúnir í hvað sem gerist. Það eru margir búnir að tala um að fyrstu 20 mínúturnar skipta mestu máli, en hvað ef þú færð mark á þig á fyrstu 20? Hvernig ætlar þú að bregðast við? Ætlar þú að fara í skelina, panikka, fara frá öllu því sem er búið að setja upp? Það gerist oft þegar menn eru búnir að tala mikið um þetta. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir hvað sem gerist, ef við fáum á okkur mark snemma þá verðum við að halda í okkar plan, halda í okkar skipulag, halda í okkar orkustig og ekki breyta út frá neinu. Það er mjög mikilvægt að menn séu meðvitaðir um að það getur allt gerst."

Ekki fyrstur mennirnir til að spila í gegnum verki
Eru allir þeir sem hafa verið að spila að undanförnu klárir?

„Þeir ættu að vera það. Vissulega er verið að púsla mönnum saman og svoleiðis, og vonandi helst það í leiknum. Það er hnjask hér og þar sem er eðlilegt þegar þú ert í svona mikilli leikjatörn. Sumir af þessum leikmönnum þurfa að bíta á jaxlinn og taka það á sig að hlaupa í gegnum smá verki. Þeir eru ekki fyrstir til að gera það."

Yrði risa skellur fyrir Bröndby
Það er mikil pressa á Bröndby miðað við umræðuna, gengið í deildinni hefur ekki verið gott og það yrði óboðlegt að falla út í Evrópu á móti íslenska liðinu Víkingi. Það er krafa á Bröndby að snúa þessu við, eru Víkingar með það í huga, hvernig sé hægt að nýta það eða spila á móti því?

„Nei, það er ekkert sem við spáum í, við spáum bara í okkar leik, hvernig við getum nálgast leikinn og brugðist við inn í leiknum. Við þurfum bara að hugsa okkur. Allt svona utanaðkomandi, hvort að þeir séu undir pressu eða ekki, það hefur engin áhrif á okkar nálgun."

„En vissulega er það rétt að það er mikil pressa á þeim og það væri risa skellur fyrir Bröndby að detta út núna. Sérstaklega í ljósi þess að FCK átti frábæran sigur á móti Malmö og komst áfram í Meistaradeildinni. Þetta yrði svört vika fyrir aðdáendur Bröndby og að sama skapi frábær fyrir FCK aðdáendur,"
segir Sölvi.

Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Livey og í textalýsingu hér á Fótbolti.net. Flautað verður til leiks klukkan 17:30 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner