Eins og sagt var frá í morgun bendir flest til þess að Giovanni Leoni gangi í raðir Liverpool frá ítalska félaginu Parma.
Ítalinn Leoni er 18 ára og er talinn einn allra efnilegasti miðvörður Evrópu. Hann spilaði 17 deildarleiki með Parma í Seríu A á síðustu leiktíð, sem var hans fyrsta tímabil með liðinu.
Ítalinn Leoni er 18 ára og er talinn einn allra efnilegasti miðvörður Evrópu. Hann spilaði 17 deildarleiki með Parma í Seríu A á síðustu leiktíð, sem var hans fyrsta tímabil með liðinu.
Sky Sports segir að viðræður milli félaganna séu vel á veg komnar og að verðmiðinn sé á bilinu 25-30 milljónir punda. Bæði félög eru að vinna í því að klára lausa enda svo þessi skipti geti gengið í gegn.
Fyrri f?ettir voru á þá leið að verðmiðinn væri á bilinu 30-35 milljónir punda.
Athugasemdir