Manchester City mætir með nokkuð breytt lið til leiks í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Pep Guardiola hefur verið að endurbyggja lið sitt eftir vonbrigðin á síðustu leiktíð þar sem enginn titill vannst í fyrsta sinn í langan tíma.
Davíð Eldur og Magnús Ingvason, stuðningsmenn City, tóku stöðuna í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær en þar kastaði Davíð fram kenningu í tengslum við 115 kærurnar sem City fékk frá ensku úrvalsdeildinni fyrir nokkrum árum. Enn á eftir að dæma í því máli en eins og staðan er núna, þá er búist við því að dómur liggi fyrir í október.
Davíð Eldur og Magnús Ingvason, stuðningsmenn City, tóku stöðuna í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær en þar kastaði Davíð fram kenningu í tengslum við 115 kærurnar sem City fékk frá ensku úrvalsdeildinni fyrir nokkrum árum. Enn á eftir að dæma í því máli en eins og staðan er núna, þá er búist við því að dómur liggi fyrir í október.
„Ég er með ákveðna kenningu," sagði Davíð. „Ég sé kaupin hjá City og hópinn sem er að myndast hjá þeim. Ef við horfum á síðustu 10-15 ár, þá eru þeir með miklu fleiri efnilega leikmenn á milli 20 og 25 ára núna en þeir hafa verið með síðustu árin. Er mögulega búist við því að það komist einhvers konar dómur? Hvort það verði stig tekin af þeim eða hvað það verður og þeir þá að gefa sér tíma til að setja saman lið því þeir vita að þeir geti ekki orðið meistarar í ár? Ég er bara að spá í því."
„Gæti það verið að Pep Guardiola sé að setja saman vitandi það að hann getur ekki orðið meistari á þessu tímabili?"
Þeir eru ekki sáttir með hvað kærumálið hefur dregist á langinn.
„Ég held bæði og vona að þetta gufi upp einhvern veginn. Að þetta sé frá," sagði Magnús.
„Þetta eru fyrst og síðast ákveðnar nornaveiðar. Chelsea frá 2000 til 2010 byggir upp liðið sitt á því að fá ríkan eiganda inn í félagið. Eru það ekki bara þessi topp fjögur lið sem eru fúl yfir því að það sé búið að steypa þeim af stóli? City vinnur fjóra titla í röð og það er ákveðið högg fyrir toppinn í þessari deild," sagði Davíð.
„City réðst inn í þetta huggulega teboð þessara stóru félaga og við erum að súpa seyðið út af því finnst mér," sagði Magnús en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir