Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   þri 12. ágúst 2025 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Aron Skúli í Leikni (Staðfest)
Mynd: Leiknir R.
Framherjinn Aron Skúli Brynjarsson er mættur til Leiknis frá Augnabliki en hann gerir samning út tímabilið.

Aron Skúli er 27 ára gamall uppalinn Bliki og á yfir 100 leiki með Augnabliki, ÍR, KH, KV, Kórdrengjum og Haukum.

Í sumar hefur hann skorað 11 mörk í 14 leikjum sínum með Augnablikum í 3. deildinni, en nú ákveðið að taka stökkið í Leikni í baráttu þeirra í Lengjudeildinni.

Samkvæmt heimasíðu KSÍ er ekki búið að skrá félagaskipti Arons í Leikni, en það verður væntanlega frágengið á morgun fyrir leik liðsins gegn Fylki á Domusnova-vellinum.

Leiknir er í botnsæti Lengjudeildarinnar með 10 stig þegar sex umferðir eru eftir, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur R. 20 12 5 3 40 - 30 +10 41
2.    Njarðvík 20 11 7 2 46 - 23 +23 40
3.    Þór 20 12 3 5 47 - 29 +18 39
4.    ÍR 20 10 7 3 36 - 22 +14 37
5.    HK 20 10 4 6 37 - 27 +10 34
6.    Keflavík 20 9 4 7 47 - 37 +10 31
7.    Völsungur 20 6 4 10 34 - 47 -13 22
8.    Fylkir 20 5 5 10 31 - 29 +2 20
9.    Selfoss 20 6 1 13 24 - 38 -14 19
10.    Grindavík 20 5 3 12 35 - 57 -22 18
11.    Leiknir R. 20 4 5 11 20 - 39 -19 17
12.    Fjölnir 20 3 6 11 30 - 49 -19 15
Athugasemdir
banner
banner