
„Ég er ánægður að við náðum í þrjú stig á endanum, við gerðum leikin erfiðan fyrir okkur, Víkingur kemst til baka í leiknum en við endum leikinn sterkt" sagði Nik Chamberlain eftir 2-4 útisigur gegn Víkingi.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 4 Breiðablik
Nik var samt ekki ánægður hvernig Breiðablik gaf Víkingi of stórt tækifæri til þess að komast í leikinn.
„Það var ekki kveikt á okkur og við gerðum ekki réttar ákvarðanir þegar við hefðum átt að stjórna leiknum miklu betur. Þegar við komumst inn í svæðin verðum við að passa upp á það að við séum með meiri stjórn á leiknum".
„Við erum með hættulega leikmenn í loftinu og Agla María er með mjög góðar fyrirgjafir, þrátt fyrir að við skoruðum úr föstum leikatriðum þá vorum við með mörg tækifæri til þess að skora í dag í opnum leik" sagði Nik.
Nik fannst þetta vera góður leikur fyrir úrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum
„Báðir leikir verða svipaðir, mikil orka og þær munu koma hátt upp á völlinn og pressa á okkur, við verðum bara að passa upp á það að stjórna leiknum".
Viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum efst.