Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Ben spáir í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United mætir Arsenal í stórleik 1. umferðar.
Manchester United mætir Arsenal í stórleik 1. umferðar.
Mynd: EPA
Gummi spáir því að Haaland skori þrennu.
Gummi spáir því að Haaland skori þrennu.
Mynd: EPA
„Mikill heiður að vera árlega hent í djúpu laugina," segir Guðmundur Benediktsson í samtali við Fótbolta.net. Hann spáir í leiki 1. umferðar í ensku úrvalsdeildinni sem fer af stað á nýjan leik á morgun.

Fyrsti leikur er annað kvöld þegar Englandsmeistarar Liverpool taka á móti Bournemouth en hér fyrir neðan má sjá hvernig Gummi spáir leikjunum. Enski boltinn snýr aftur á Sýn Sport í vetur og Gummi verður í aðalhlutverki að lýsa leikjunum ásamt því að vera með skemmtiþætti í kringum enska boltann.

Liverpool 3 - 0 Bournemouth (19:00 á morgun)
Andi Jota svífur yfir vötnum og meistararnir fá fullkomna byrjun frá Wirtz.

Aston Villa 2 - 2 Newcastle (11:30 á laugardag)
Tvö líð sem hafa lítið bætt við sig en Isak lausir Newcastle menn berja sig saman og taka stig.

Brighton 3 - 1 Fulham (14:00 á laugardag)
Ekkert gerst á Fulham markaðnum en Brighton selur oftast sína helstu hesta en finna nýjar hetjur ár hvert.

Sunderland 1 - 2 West Ham (14:00 á laugardag)
Yfirspenna hjá nýliðum og Potter nýtir sér það.

Tottenham 2 - 0 Burnley (14:00 á laugardag)
Erfitt fyrir Spurs að kyngja tapinu í SuperCup en mæta samt ferskir gegn varnarsinnuðu Burnley liði.

Wolves 1 - 4 Man City (16:30 á laugardag)
Haaland byrjar á þrennu.

Chelsea 4 - 2 Crystal Palace (13:00 á sunnudag)
Pedro & Cole dansa á brúnni.

Nottingham Forest 1 - 1 Brentford (13:00 á sunnudag)
Líflausasti leikur umferðarinnar en Kelleher fær rautt sem er gott fyrir okkur Íslendinga.

Man Utd 2 - 2 Arsenal (15:30 á sunnudag)
Utd kemur til baka eftir erfiða byrjun á heimavelli.

Leeds 1 - 1 Everton (19:00 á mánudag)
Fínt stig fyrir Everton í stemmaraleik á Elland Road.
Athugasemdir
banner