Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 10:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hún væri númer eitt, tvö og þrjú á mínum lista"
Icelandair
Edda Garðarsdóttir, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Edda Garðarsdóttir, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Haraldsson.
Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verða breytingar á þjálfarateymi A-landsliðs kvenna eftir vonbrigðin á EM kvenna í sumar. Ásmundur Haraldsson er hættur sem aðstoðarþjálfari og Ólafur Pétursson er hættur sem markvarðarþjálfari en báðir störfuðu þeir lengi í kringum liðið.

Þórður Þórðarson er þá hættur sem þjálfari U19 landsliðs kvenna og þarf nýjan þjálfara þar í brúnna.

Rætt var um þetta í nýjasta þætti af Uppbótartímanum og þá aðallega um aðstoðarþjálfarastöðuna. Þorsteinn Halldórsson mun stýra landsliðinu áfram en hann fær nýjan aðstoðarþjálfara með sér.

„Mér hefði fundist eðlilegt að í samningnum sem hann (Steini) er með núna, að það hefði verið hægt að endurskoða hann eftir EM. Það virðist ekki vera. Það hefur greinilega verið auðveldara að losa um þessa tvo og fara í einhverja vinnu varðandi nýtt upphaf. Augljóslega sjáum við að Þórður er hættur sem þýðir að hann var ekki inn í myndinni (varðandi aðstoðarþjálfarastöðuna). Það eru alls konar boltar í þessu," sagði Magnús Haukur Harðarson.

Næsta verkefni er gegn Norður-Írlandi í október og það verður væntanlega búið að setja teymi fyrir þann leik.

„Edda Garðarsdóttir er fyrsta nafnið hjá þeim sem fylgjast með. Hennar nafn er hátt uppi. Hún hefur verið aðstoðarmaður Nik Chamberlain í Þrótti og Breiðabliki. Hún hefur verið styrktarþjálfari hjá landsliðinu og þekkir umhverfið. Spilreynslan hennar og þekkingin á leiknum er gígantísk. Hún væri númer eitt, tvö og þrjú á mínum lista," sagði Magnús Haukur.

„Nafnið hennar Öddu hefur verið nefnt og Margrét Lára. Ég horfi líka til Donna því starfið á Sauðárkróki er kannski komið eins langt og hann kemst með það. Vonandi fær Edda fyrsta viðtal en það er spurning hver er að stjórna ferlinu, hvort það sé Steini eða KSÍ."

„Þetta snýst líka um samstarfið við Steina. Ég myndi vilja sjá einhvern með aðeins öðruvísi pælingar en hafa verið í gangi. Við þurfum að reyna að ýta aðeins við hlutunum," sagði Mist Rúnarsdóttir. „Mér finnst mjög eðlilegt að nafnið hennar Eddu ætti að vera ofarlega á blaði."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér að neðan.
Uppbótartíminn - Landsliðsspekúleringar, markaflóð og stærsti leikur ársins
Athugasemdir
banner
banner