Sky Sports er ósammála frétt sem birtist í L'Equipe og fjallar um framtíð Gianluigi Donnarumma.
Í fréttinni frá L'Equipe segir að Manchester City sé búið að ná samkomulagi við Donnarumma um launamál og eigi eingöngu eftir að ræða við PSG um kaupverð.
Sky telur ekki margt vera til í þessu. Þar er sagt að Man City vilji halda Ederson í sumar og reyna að klófesta Donnarumma svo á frjálsri sölu næsta sumar. Talið er að PSG vilji um 30 milljónir evra til að selja Donnarumma fyrir gluggalok og eru hin ýmsu stórveldi áhugasöm.
City vill halda Ederson sem aðalmarkverði sínum eftir að hafa keypt James Trafford til að veita samkeppni um byrjunarliðssætið.
Galatasaray sýndi Ederson áhuga fyrr í sumar en lagði aldrei fram opinbert tilboð þar sem félagið var ekki reiðubúið til að borga þá upphæð sem City vildi fá fyrir markvörðinn.
Ederson er 31 árs markvörður sem er aðeins með eitt ár eftir af samningi sínum við City.
Sky segir að City muni ekki reyna við Donnarumma í sumar nema að nægilega gott kauptilboð berist fyrir Ederson.
13.08.2025 07:00
L'Equipe: Man City búið að ná samkomulagi við Donnarumma
Athugasemdir