
„Mér fannst við alveg fínar í fyrri hálfleik líka. Þetta var jafnt í fyrri hálfleik, mér fannst þetta fínn fyrri hálfeikur og stelpunum fannst það líka sjálfum. Það var eitthvaði loftinu og við vorum góðar í seinni", sagði Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir 4-2 sigurinn á Stjörnunni í fjörugum leik á Hlíðarenda í kvöld.
Valskonur voru í miklum erfiðleikum með Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur leikmann Stjörnunnar sem lék á alls oddi í fyrri hálfleik og skoraði tvö mörk. Valur gerði mun betur í að halda henni í skefjum í seinni hálfleik.
„Leikmenn vissu svo sem af því og við breyttum aðeins hvernig við ætluðum að loka á hana og það gékk vel. Þetta er náttúrulega ótrúlegt mark sem hún skorar og ekki endilega mörg mistök sem áttu sér stað þar, bara gott mark"
Valskonur voru í miklum erfiðleikum með Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur leikmann Stjörnunnar sem lék á alls oddi í fyrri hálfleik og skoraði tvö mörk. Valur gerði mun betur í að halda henni í skefjum í seinni hálfleik.
„Leikmenn vissu svo sem af því og við breyttum aðeins hvernig við ætluðum að loka á hana og það gékk vel. Þetta er náttúrulega ótrúlegt mark sem hún skorar og ekki endilega mörg mistök sem áttu sér stað þar, bara gott mark"
Lestu um leikinn: Valur 4 - 2 Stjarnan
Seinna mark Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur var eitt að af mörkum sumarsins þegar hún fer á milli Ragnheiðar og Elísu á vinstri kantinum og skrúfar svo boltanum alveg í bláhornið af 25 metra færi eða svo.
„Ég á eftir að sjá þetta aftur en skotið var ótrúlegt, skaut lengst utan af velli og söng í vinklinum"
Jordyn Rhodes framherji Vals sprakk út hér í kvöld og skoraði síðustu þrjú mörk leiksins sem snéri leiknum Valskonum í vil. Skorar þrennu og Valur sigrar 4-2, en hvað fannst Matta um frammistöðu hennar?
„Frábær, hún er bara komin í toppform og það er mjög jákvætt. En svo er bara eitt í þessum fótbolta, hlutur sem heitir sjálfstraust og hún fær það á því að skora mörk. Það er bara glæsilegt fyrir Val"
Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir