Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Magg á leið í Breiðablik
Guðmundur Magnússon.
Guðmundur Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Guðmundur Magnússon er á leiðinni í Breiðablik samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti og er verið að klára þessi skipti.

Gummi hefur spilað með Fram frá 2021 við góðan orðstír en að undanförnu hefur hann verið í minna hlutverki. Hann hefur í sumar skorað tvö mörk í 13 leikjum í Bestu deildinni.

Hann á best 17 mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni með Fram árið 2022.

Gummi er uppalinn í Fram en hefur einnig spilað með Víkingi Ólafsvík, Keflavík, ÍBV, HK og Grindavík á sínum ferli.

Breiðablik er í þriðja sæti Bestu deildarinnar, fimm stigum frá toppnum. Fram er í sjötta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner