Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 14:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eyrún Embla í topplið Svíþjóðar (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tilkynnti rétt í þessu að félagið hefði komist að samkomulagi við sænska félagið BK Häcken um félagaskipti Eyrúnar Emblu Hjarardóttur.

Eyrún Embla gengur í raðir sænska stórliðsins eftir fimm ár hjá Stjörnunni. Hún kom frá Snæfellsnesi fyrir tímabilið 2021.

Hún er unglingalandsliðskona, fædd árið 2005 og á að baki 30 leiki fyrir unglingalandsliðin.

Häcken er í toppsæti sænsku deildarinnar með 30 stig eftir 13 umferðir. Hjá Häcken hittir Eyrún fyrir jafnöldru sína, landsliðsmarkvörðinn Fanneyju Ingu Birkisdóttur.

Úr tilkynningu Stjörnunnar
Við viljum þakka Eyrúnu kærlega fyrir sinn tíma hjá félaginu. Frá því að hún kom fyrst árið 2021 hefur hún verið frábær fyrirmynd bæði innan og utan vallar, með fagmennsku, metnaði og jákvæðu viðmóti sem hefur styrkt liðið.

Eyrún hefur einnig verið mikilvægur leikmaður í yngri landsliðum Íslands, þar sem hún hefur leikið 30 leiki.
Við óskum henni innilega góðs gengis í þessu nýja og spennandi verkefni með BK Häcken.
Athugasemdir