Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   mið 13. ágúst 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ofurbikar Evrópu í dag - PSG og Tottenham eigast við á Ítalíu
PSG vann Meistaradeild Evrópu
PSG vann Meistaradeild Evrópu
Mynd: EPA
Tottenham vann Evrópudeildina svo eftirminnilega
Tottenham vann Evrópudeildina svo eftirminnilega
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain og Tottenham Hotspur eigast við í Ofurbikar Evrópu á BlueEnergy-leikvanginum í Údine á Ítalíu klukkan 19:00 í kvöld.

Franska liðið varð Evrópumeistari í fyrsta sinn er liðið niðurlægði Inter, 5-0, í úrslitaleiknum í vor á meðan Tottenham vann Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

PSG er auðvitað líklegra liðið til að taka sigur í kvöld en það hefur nokkrum sinnum gerst að Evrópudeildarmeistararnir (hét áður UEFA bikarinn) hafa náð í sigur.

Atlético Madríd hefur þrisvar sinnum tekst það á þessari öld ásamt Zenit, Sevilla, Valencia, Liverpool og Galatasaray.

Leikur dagsins:
19:00 PSG - Tottenham
Athugasemdir
banner