Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Telja íslensku liðin líklegri til að fara áfram
Blikar vilja eflaust sækja meira en í fyrri leiknum í Bosníu og Víkingur þarf eflaust að verjast meira.
Blikar vilja eflaust sækja meira en í fyrri leiknum í Bosníu og Víkingur þarf eflaust að verjast meira.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 17:30 fara fram tveir stórir leikir í forkeppnum Evrópukeppnanna fyrir íslenska boltann. Breiðablik tekur á móti bosnísku meisturunum í Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar og Víkingur heimsækir Bröndby í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Breiðablik er með jafna stöðu eftir fyrri leikinn í Bosníu og Víkingur leiðir sitt einvígi með þremur mörkum eftir fyrri leikinn í Víkinni.

Veðbankar hafa trú á því að bæði íslensku liðin fara áfram.

Breiðablik er talið líklegra liðið gegn Zrinjski, en veðbankinn Epicbet er þó á því að Blikar eigi mjög erfiðan leik fyrir höndum. Stuðullinn á því að Breiðablik vinni leikinn í venjulegum leiktíma er 2,33 og stuðullinn á því að Blikar fari áfram úr einvíginu, sama hvernig, er 1,72. Á móti er stuðullinn á því að Zrinjski fari áfram 2,02.

Stuðullinn á því að Bröndby vinni leikinn á morgun er 1,18 en stuðullinn á því að Bröndby snúi einvíginu við og fari áfram er 2,55. Stuðullinn á því að Víkingur vinni leikinn á morgun er 11,8 og 1,46 á því að Víkingur fari áfram úr einvíginu.
Athugasemdir
banner