Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
banner
   mið 13. ágúst 2025 22:33
Haraldur Örn Haraldsson
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Vel spilaður leikur af okkar hálfu og ég held að þetta hafi verið bara sanngjarnt," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir 3-1 sigur gegn ÍR í kvöld.


„Við vorum að reyna að brjóta þá niður og vorum líklegri fannst mér. Þó að við höfum ekki fengið mikið af færum í fyrri hálfleik, þá allavega fannst mér voða lítið að gerast hjá ÍR-ingum. Nema bara einhver löng innköst og horn, sem eru náttúrulega stórhættulegt hjá þeim. Við lifðum það af og svo bara náðum við að brjóta ísinn. Þó þeir hafi jafnað þarna strax á eftir þá fannst mér það ekkert slá okkur út af laginu," sagði Sigurvin.

Eftir að Þróttur kemst yfir í stöðuna 1-0, jafnaði ÍR aðeins tveimur mínútum síðar. Það sló þá ekki út af laginu hins vegar, og þeir náðu að koma fleiri mörkum í netið til að sigra leikinn.

„Að fá á sig mark getur verið smá 'shock' og truflað aðeins stemninguna. Mér fannst það ekki gerast hjá okkar liði í dag. Eins og þeir gera alltaf þá tóku þeir bara smá fund og stöppuðu stálinu í hvorn annan. Eins og leikurinn var að þróast þá kom þetta í rauninni bara upp úr engu hjá ÍR fannst mér," sagði Sigurvin.

Sigurvin skiptir bæði Vilhjálmi Kaldal Sigurðssyni og Viktori Andra Hafþórssyni inn á í seinni hálfleik þegar staðan er 1-1. Það voru einmitt þeir tveir sem tengja saman og skoruðu næstu tvö mörk leiksins.

„Það er fyrst og fremst þeim að þakka auðvita. Þetta er eins og ég hef tönglast á í sumar, þetta er lúxus vandamál sem ég er með. Í dag var bara erfitt að velja í liðið. Villi er búinn að spila mjög vel upp á síðkastið, hann fer á bekkinn. Liam er búinn að spila mjög vel, hann var á bekknum í síðasta leik. Viktor er sjóðandi heitur og hann er búinn að vera á bekknum síðustu tvo. Ég held að nútíma fótbolti er orðinn aðeins öðruvísi, ég held að menn séu aðeins of uppteknir af að vera byrjunarliðsmenn. Eins og okkar kúltúr er, þá erum við aðeins að reyna að veðra niður andstæðinginn með því að halda aðeins í boltann. Svo eru fimm skiptingar í þessu og ég er búinn að segja þetta við strákana sem eru frammi, og þeir eru alveg með mér í því. Sá sem byrjar inn á getur verið að leggja upp á þann sem kemur inn á bara með því að þreyta andstæðinginn," sagði Sigurvin.

Þróttur er fimm stigum frá toppsætinu þegar aðeins fimm leikir eru eftir. Þeir eiga því enn fínan séns á að vinna titilinn.

„Það er í augsýn. Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn. Ef við erum svona nálægt honum af hverju ættum við ekki að reyna? Það er bara gefið. Þetta er bara sama tuggan auðvitað förum við bara í alla leiki til að vinna. Við eigum Njarðvík næst sem er fyrir ofan okkur, og það er bensín á okkar vél að reyna að ná þeim," sagði Sigurvin.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner