Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 09:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvörður Fram ekki meira með á tímabilinu
Kvenaboltinn
Elaina LaMacchia.
Elaina LaMacchia.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elaina LaMacchia, markvörður Fram, er að glíma við slæm hnémeiðsli og verður frá út tímabilið vegna þess.

Þetta kom fram í hlaðvarpinu Uppbótartíminn sem gefið var út núna í morgun.

Elaina fór meidd af velli eftir 75 mínútur í 3-2 tapi Fram gegn FHL í Bestu deild kvenna á þriðjudag.

Elaina er einn besti markvörður Bestu deildarinnar en það er mikið högg fyrir Fram að missa hana. Fram reyndi í gær að fá annan markvörð í hennar stað en félagaskiptaglugginn lokaði á miðnætti. Ekki tókst fyrir Framara að fá annan markvörð yfir línuna.

Fram er sem stendur með 15 stig, fimm stigum frá fallsæti í Bestu deildinni. Liðið hefur ekki verið að spila nægilega vel upp á síðkastið.
Uppbótartíminn - Landsliðsspekúleringar, markaflóð og stærsti leikur ársins
Athugasemdir
banner