Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
banner
   mið 13. ágúst 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru algjör forréttindi að fá að vera í þessari stöðu og spila svona leik," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Blikar taka á móti Zrinjski Mostar á morgun í seinni viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn endaði 1-1 en með sigri á morgun tryggja Blikar sér í umspil Evrópudeildarinnar og þar með að minnsta kosti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á morgun hefst 17:30.

„Leikurinn er snemma vegna birtuskilyrða en það er víst uppselt. Það verður hrikaleg stemning á vellinum eins og hefur verið á öllum Evrópuleikjum hérna. Það verður full stúka af Blikum."

„Það var markmiðið að fara út og koma til baka með úrslit sem gæfu okkur gott tækifæri til að fara áfram. Þessi úrslit eru vel ásættanleg og nú þurfum við bara að eiga góðan leik á morgun og klára þá."

„Við höfum greint leikinn úti mjög vel og áttum okkur betur á leikmönnum þeirra, styrkleikum og veikleikum. Ég vona að við verðum meira með boltann en við vorum úti. Við ætluðum að halda betur í boltann síðast. Það er aðallega það sem við þurfum að bæta."

Telja Blikar að þeir séu betra liðið fyrir leik morgundagsins?

„Það er geðveikt íslenskt hugarfar að halda það, en við gerum það. Við ætlum okkur áfram og ætlum að vinna þá. Þetta er gott atvinnumannalið og eru búnir að ráða fyrrum landsliðsþjálfara Króatíu, það er levelið þeirra. En við teljum okkur hér á heimavelli vera betra lið."

Halldór segir að innan hópsins sé ekki verið að tala neitt um álag eða þreytu, staðan á hópnum sé góð. Anton Logi Lúðvíksson er enn að glíma við tognun en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá.

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, er Halldór meðal annars spurður út í gluddaginn og hvort Blikar hafi reynt að fá Galdur Guðmundsson sem gekk í raðir KR á dögunum.
Athugasemdir
banner