Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mið 13. ágúst 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru algjör forréttindi að fá að vera í þessari stöðu og spila svona leik," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Blikar taka á móti Zrinjski Mostar á morgun í seinni viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn endaði 1-1 en með sigri á morgun tryggja Blikar sér í umspil Evrópudeildarinnar og þar með að minnsta kosti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á morgun hefst 17:30.

„Leikurinn er snemma vegna birtuskilyrða en það er víst uppselt. Það verður hrikaleg stemning á vellinum eins og hefur verið á öllum Evrópuleikjum hérna. Það verður full stúka af Blikum."

„Það var markmiðið að fara út og koma til baka með úrslit sem gæfu okkur gott tækifæri til að fara áfram. Þessi úrslit eru vel ásættanleg og nú þurfum við bara að eiga góðan leik á morgun og klára þá."

„Við höfum greint leikinn úti mjög vel og áttum okkur betur á leikmönnum þeirra, styrkleikum og veikleikum. Ég vona að við verðum meira með boltann en við vorum úti. Við ætluðum að halda betur í boltann síðast. Það er aðallega það sem við þurfum að bæta."

Telja Blikar að þeir séu betra liðið fyrir leik morgundagsins?

„Það er geðveikt íslenskt hugarfar að halda það, en við gerum það. Við ætlum okkur áfram og ætlum að vinna þá. Þetta er gott atvinnumannalið og eru búnir að ráða fyrrum landsliðsþjálfara Króatíu, það er levelið þeirra. En við teljum okkur hér á heimavelli vera betra lið."

Halldór segir að innan hópsins sé ekki verið að tala neitt um álag eða þreytu, staðan á hópnum sé góð. Anton Logi Lúðvíksson er enn að glíma við tognun en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá.

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, er Halldór meðal annars spurður út í gluddaginn og hvort Blikar hafi reynt að fá Galdur Guðmundsson sem gekk í raðir KR á dögunum.
Athugasemdir
banner